Fyrsta græna vinnuvél Íslands Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2016 15:03 Komatsu HB365LC Hybrid. Umræðan um umhverfisvæna bíla hefur verið áberandi á undanförnum árum en framleiðendur vinnuvéla hafa líka verið duglegir í þessari þróun í átt að umhverfisvænum vélum. Sem dæmi hefur Komatsu boðið uppá úrval Hybrid vinnuvéla í þónokkur ár en Íslendingar hafa ekki fjárfest í svona umhverfisvænum vélum fyrr en nú. Í vikunni kom fyrsta græna vinnuvélin til Íslands og er hún af gerðinni Komatsu HB365LC sem er 36 tonna beltagrafa. Vélin var afhent nýjum eiganda í gær, fimmtudaginn 10. nóvember. Kaupandinn af vélinni er Ingileifur Jónsson ehf. Eldsneytissparnaður við notkun þessarar vélar, borið saman við hefðbundnar Komatsu gröfur er 20-30% og munar um minna. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent
Umræðan um umhverfisvæna bíla hefur verið áberandi á undanförnum árum en framleiðendur vinnuvéla hafa líka verið duglegir í þessari þróun í átt að umhverfisvænum vélum. Sem dæmi hefur Komatsu boðið uppá úrval Hybrid vinnuvéla í þónokkur ár en Íslendingar hafa ekki fjárfest í svona umhverfisvænum vélum fyrr en nú. Í vikunni kom fyrsta græna vinnuvélin til Íslands og er hún af gerðinni Komatsu HB365LC sem er 36 tonna beltagrafa. Vélin var afhent nýjum eiganda í gær, fimmtudaginn 10. nóvember. Kaupandinn af vélinni er Ingileifur Jónsson ehf. Eldsneytissparnaður við notkun þessarar vélar, borið saman við hefðbundnar Komatsu gröfur er 20-30% og munar um minna.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent