Fyrsta konan í fimmtán ár til að stýra skráðu fyrirtæki Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 2. maí 2013 09:00 Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem er upphaflega frá Stykkishólmi, varð margfaldur Íslandsmeistari í körfubolta með KR í kringum 1980. Fréttablaðið/Vilhelm Sigrún Ragna Ólafsdóttir varð á dögunum fyrsta konan í fimmtán ár og sú önnur alls til að stýra skráðu fyrirtæki á Íslandi þegar viðskipti hófust með hlutabréf í VÍS í Kauphöllinni. Markaðurinn ræddi við Sigrúnu í tilefni af skráningunni. „Það er búið að vera mjög krefjandi og ánægjulegt að taka þátt í söluferlinu og skráningu félagsins á markað. Þetta var ný reynsla,“ segir Sigrún Ragna, sem var í framkvæmdastjórn Íslandsbanka áður en hún var ráðin forstjóri VÍS í ágúst 2011. Þar áður starfaði hún sem endurskoðandi hjá Deloitte í tuttugu ár. „Þegar ég hætti hjá Deloitte var ég stjórnarformaður félagsins og hafði um árabil tekið þátt í að byggja upp þetta stóra sérþekkingarfyrirtæki. Hjá Íslandsbanka tók ég svo þátt í því að byggja upp nýjan banka eftir hrunið, sem var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að takast á við,“ segir Sigrún. Þátttakan í hlutafjárútboði VÍS var mikil og reyndist tíföld umframeftirspurn eftir hlutabréfum. Sigrún Ragna segir að í útboði félagsins hafi fjárfestum boðist nýr valkostur sem augljóslega hafi verið tekið fagnandi. „Þetta er fyrsta tryggingafélagið til að fara á markað eftir hrun. Þetta er arðgreiðslufélag og félag með langa og trausta sögu um ágætis afkomu. Ég held að það hafi endurspeglast í áhuga fjárfesta,“ segir Sigrún. Sigrún Ragna er uppalin í Stykkishólmi og eins og Hólmara er háttur spilaði hún körfubolta á sínum yngri árum. „Þegar yngri flokkunum sleppti spilaði ég með KR og menn hafa stunduð kallað það lið gullaldarlið kvennakörfunnar í KR enda tókum við þó nokkra titla á þessum árum.“ Utan skrifstofunnar er Sigrún mikil útivistarmanneskja, en henni finnst fátt betra en að komast í stangveiði. „Mér finnst rosalega gott að vera úti við. Mér finnst gaman að fara út að hlaupa eða ganga og ef ég get gengið á eftir golfbolta er það ágætt. Svo finnst mér mjög gaman að fara á skíði. Þetta eru aðaláhugamálin, áhugamál sem fjölskyldan getur tekið þátt í saman,“ segir Sigrún, sem er gift Eiríki Jónssyni viðskiptafræðingi og eiga þau saman tvo drengi. Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Sigrún Ragna Ólafsdóttir varð á dögunum fyrsta konan í fimmtán ár og sú önnur alls til að stýra skráðu fyrirtæki á Íslandi þegar viðskipti hófust með hlutabréf í VÍS í Kauphöllinni. Markaðurinn ræddi við Sigrúnu í tilefni af skráningunni. „Það er búið að vera mjög krefjandi og ánægjulegt að taka þátt í söluferlinu og skráningu félagsins á markað. Þetta var ný reynsla,“ segir Sigrún Ragna, sem var í framkvæmdastjórn Íslandsbanka áður en hún var ráðin forstjóri VÍS í ágúst 2011. Þar áður starfaði hún sem endurskoðandi hjá Deloitte í tuttugu ár. „Þegar ég hætti hjá Deloitte var ég stjórnarformaður félagsins og hafði um árabil tekið þátt í að byggja upp þetta stóra sérþekkingarfyrirtæki. Hjá Íslandsbanka tók ég svo þátt í því að byggja upp nýjan banka eftir hrunið, sem var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að takast á við,“ segir Sigrún. Þátttakan í hlutafjárútboði VÍS var mikil og reyndist tíföld umframeftirspurn eftir hlutabréfum. Sigrún Ragna segir að í útboði félagsins hafi fjárfestum boðist nýr valkostur sem augljóslega hafi verið tekið fagnandi. „Þetta er fyrsta tryggingafélagið til að fara á markað eftir hrun. Þetta er arðgreiðslufélag og félag með langa og trausta sögu um ágætis afkomu. Ég held að það hafi endurspeglast í áhuga fjárfesta,“ segir Sigrún. Sigrún Ragna er uppalin í Stykkishólmi og eins og Hólmara er háttur spilaði hún körfubolta á sínum yngri árum. „Þegar yngri flokkunum sleppti spilaði ég með KR og menn hafa stunduð kallað það lið gullaldarlið kvennakörfunnar í KR enda tókum við þó nokkra titla á þessum árum.“ Utan skrifstofunnar er Sigrún mikil útivistarmanneskja, en henni finnst fátt betra en að komast í stangveiði. „Mér finnst rosalega gott að vera úti við. Mér finnst gaman að fara út að hlaupa eða ganga og ef ég get gengið á eftir golfbolta er það ágætt. Svo finnst mér mjög gaman að fara á skíði. Þetta eru aðaláhugamálin, áhugamál sem fjölskyldan getur tekið þátt í saman,“ segir Sigrún, sem er gift Eiríki Jónssyni viðskiptafræðingi og eiga þau saman tvo drengi.
Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira