Innlent

Fyrsta loðnan á land

Gissur Sigurðsson skrifar

Verið er að landa fyrstu loðnunni á þessari vertíð úr Berki NK, sem kom undir kvöld til Neskaupstaðar, með fjögur til fimm hundruð tonn. Ekkert var byrjað að veiða á þessum tíma í fyrra þar sem engin kvóti hafði verið gefinn út. Börkur fékk aflann í grennd við Kolbeinsey, en þar eru líka Faxi og Ingunn að veiðum.

Ingunn er komin með 700 tonn og heldur væntanlega til hafnar í dag. Að sögn Guðlaugs Jónssonar skipstjóra á Ingunni sést töluvert af loðnu í fiskileitartækjunum, en hún er nokkuð dreifð og stendur djúpt, sem gerir veiðarnar erfiðar.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×