Lífið

Fyrsta tölublað Glamour tilbúið

Álfrún ritstjóri Glamour segir svefnleysi við lokafrágang vel þess virði.
Álfrún ritstjóri Glamour segir svefnleysi við lokafrágang vel þess virði. Silja Magg
„Ég er stolt af fyrsta íslenska Glamour og öllum í ritstjórninni. Þónokkrar svefnlausar nætur, en það er vel þess virði,” segir Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, sem kemur út í dag.

Á forsíðuni er sænska ofurfyrirsætan Caroline Winberg og ljósmyndari er Silja Magg, tískuritstjóri blaðsins.

„Forsíðutakan var á kaldasta en fallegasta degi ársins í febrúar. Caroline er fagmanneskja og lét 17 stiga frost lítið á sig fá. Forsíðan endurspeglar það sem blaðið snýst um, erlend fyrirsæta í íslensku umhverfi - enda, íslenskt blað með alþjóðlegu ívafi,“ segir Álfrún.



Fyrsta forsíðan Sænska ofurfyrirsætan Caroline Winberg prýðir forsíðu fyrsta blaðsins.
Glamour er gefið út af 365 og Condé Nast sem gefur út Vogue, Vanity Fair, GQ og Allure.

„Að vinna með Condé Nast hefur verið eins og háskólanám fyrir okkur. Mjög lærdómsríkt og krefjandi ferli. Að sameina efnistök fyrir íslenska lesendur og viðhalda trúnni við vörumerkið Glamour var oft hægara sagt en gert.“ 

Fyrsta blaðið er 196 síður. „Í veglegu blaði er allt sem þú þarft að vita um tísku, umfjöllun um transfólk og tískuheiminn, viðtal við Sólveigu Káradóttur og kynlífsdagbók íslenskra hjóna.“

Hægt er að panta áskrift á 365.is/glamour en kynningartilboð núna er 1.690,- á mánuði. Blaðið kostar 1.990,- í lausasölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.