Fyrsti stjórnarmaður félags fanga sem ekki er fangi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. ágúst 2016 04:00 „Það er heiður fyrir mig að fá að vinna fyrir svo flott félag,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður þingflokks Pírata á Alþingi, en hún hefur tekið sæti í stjórn Afstöðu, félagi fanga. Hún er fyrsti stjórnarmaður félagsins sem er ekki fangi. Þá er hún fyrsta konan sem tekur sæti í stjórn Afstöðu. „Eftir að ég hætti í starfi mínu sem starfsmaður þingflokksins vildi ég halda áfram að sinna þessum mikilvæga málaflokki. Þetta er sá málaflokkur sem mér þykir vænst um,“ segir Aðalheiður og bætir við að henni finnist aðdáunarvert hvað Afstaða er öflugt félag. Afstaða hefur undanfarin ár barist fyrir auknu vægi betrunar í stað refsistefnu með það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi á Íslandi. Í tilkynningu frá Afstöðu segir að mikilvægt sé að hafa talsmann utan fangelsisins enda sé mikið starf unnið þar. Mikilvægt sé að fangar geti komið umkvörtunarefnum og því sem miður fer á framfæri við fjölmiðla og stjórnvöld án þess að þurfa að óttast afleiðingar í afplánun sinni, en fangar eru eðli málsins samkvæmt í þeirri aðstöðu að eiga alla sína velferð undir þeim sem fangelsunum stýra. Afstaða fagnar nýju stjórnarkonunni enda muni hún koma til með að auka trúverðugleika og vigt félagsins. „Nú byrjum við bara á því að gera aðgerðaáætlun. Við erum með mörg járn í eldinum, bæði hvað varðar breytta löggjöf og til dæmis vinnumál. Mig langar að ræða við atvinnurekendur og reyna að koma því betur á kortið að fangar hafi eitthvað að gera bæði í fangelsum og þegar þeir ljúka afplánun. Það er svo margt sem mig langar að gera fyrir málaflokkinn þannig það verður að forgangsraða vel,“ segir Aðalheiður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það er heiður fyrir mig að fá að vinna fyrir svo flott félag,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður þingflokks Pírata á Alþingi, en hún hefur tekið sæti í stjórn Afstöðu, félagi fanga. Hún er fyrsti stjórnarmaður félagsins sem er ekki fangi. Þá er hún fyrsta konan sem tekur sæti í stjórn Afstöðu. „Eftir að ég hætti í starfi mínu sem starfsmaður þingflokksins vildi ég halda áfram að sinna þessum mikilvæga málaflokki. Þetta er sá málaflokkur sem mér þykir vænst um,“ segir Aðalheiður og bætir við að henni finnist aðdáunarvert hvað Afstaða er öflugt félag. Afstaða hefur undanfarin ár barist fyrir auknu vægi betrunar í stað refsistefnu með það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi á Íslandi. Í tilkynningu frá Afstöðu segir að mikilvægt sé að hafa talsmann utan fangelsisins enda sé mikið starf unnið þar. Mikilvægt sé að fangar geti komið umkvörtunarefnum og því sem miður fer á framfæri við fjölmiðla og stjórnvöld án þess að þurfa að óttast afleiðingar í afplánun sinni, en fangar eru eðli málsins samkvæmt í þeirri aðstöðu að eiga alla sína velferð undir þeim sem fangelsunum stýra. Afstaða fagnar nýju stjórnarkonunni enda muni hún koma til með að auka trúverðugleika og vigt félagsins. „Nú byrjum við bara á því að gera aðgerðaáætlun. Við erum með mörg járn í eldinum, bæði hvað varðar breytta löggjöf og til dæmis vinnumál. Mig langar að ræða við atvinnurekendur og reyna að koma því betur á kortið að fangar hafi eitthvað að gera bæði í fangelsum og þegar þeir ljúka afplánun. Það er svo margt sem mig langar að gera fyrir málaflokkinn þannig það verður að forgangsraða vel,“ segir Aðalheiður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira