Innlent

Fyrstu tvær greiðslur barnabóta áætlaðar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Samskiptamiðlar hafa logað vegna málsins í dag.
Samskiptamiðlar hafa logað vegna málsins í dag. visir/stefán
Borið hefur á því að einstaklingar hafa fengið töluvert lægri barnabætur greiddar út í dag en undanfarin skipti.

Samskiptamiðlar hafa í raun logað vegna málsins í dag.

Þær upplýsingar sem fréttastofa fékk frá starfsmanni innheimtudeildar sýslumannsins í Hafnarfirði voru að fyrstu tvær greiðslur ársins eru áætlaðar og byggja á staðgreiðsluskrá 2013 og skráningu í þjóðskrá 31. des.

Hjúskaparstaða, hversu mörg börn eru skráð í heimili, hvort fólk hafi verið á landinu og aðrir þættir geta haft áhrif.

Síðari tvær greiðslur ársins byggja á skattframtali 2014, sem getur þýtt að fólk þurfi að greiða hluta til baka eða fá greitt með öðrum opinberum gjöldum í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×