Menning

Óléttar konur halda í sér

Óléttar ástralskar konur flykkjast nú til lækna sinna og biðja þá um aðstoð við að fresta fæðingu barna sinna. Ástralska ríkisstjórnin hefur nefnilega samþykkt að hefja greiðslur á fæðingarstyrk til nýbakaðra foreldra. Styrkurinn nemur um 200.000 íslenskum krónum. Gallinn er sá að greiðslur á þessum styrk hefjast ekki fyrr en 1. júlí. Konur sem eiga að fæða börn sín í lok júní er mikið í mun að þau komi ekki í heiminn fyrr en nokkrum dögum síðar. Þær fá nefnilega einungis tæpar 50.000 krónur. Gagnrýnendur nýju greiðslunnar segja hana aðeins vera auma tilraun stjórnvalda til að kaupa sér vinsældir. Hvert sem markmiðið er þá hefur tekist vel til - greiðslurnar eru mjög vinsælar. Formaður félags ástralskra kvensjúkdómalækna segir að svo margar beiðnir frá konum hafi borist að hann hafi farið fram á það við áströlsk stjórnvöld að flýta greiðslunum. Stjórnvöld segja tímaskort hins vegar koma í veg fyrir slíkt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×