Menning

Berin eru sprottin

Í kjölfar góðviðrisins sem hefur tröllriðið landinu þetta sumarið má búast við magnaðri berjasprettu í móum sveita og einnig á runnum bæjarbúa. Þegar er farið að glitta í ber og sást til þroskaðra bláberja og krækiberja á Norðurlandi um verslunarmannahelgina. Á Íslandi vaxa eftirtaldar tegundir villtar: bláber, aðalbláber, krækiber, skollaber og hrútaber. Í görðum landsmanna vaxa svo jarðarber, reyniber, rifsber og sólber. Flest þessara berja er hægt að nota í sultur, hlaup eða saft og sjálfsagt til víngerðar þótt ekki sé beint hefð fyrir því hér á landi að brugga berjavín, nema þá helst úr krækiberjum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×