Menning

Mýkri línur í tísku

Á hverju hausti þegar dagskrá líkamsræktarstöðvanna verður ljós kemur fram hvað það er sem viðskiptavinirnir sækjast helst eftir. Sólrún Birgisdóttir hjá Iceland spa & fitness segir að mýkri línur virðast vera að koma í tímana þar sem æfingarnar séu að mýkjast og má sjá mikla aukningu í jóga og Bodybalance sem samanstendur af jóga, Pilates og Tai chi. "Mér finnst eins og fólk vilji fara að fá aðeins mýkri leikfimi og er hugræn leikfimi eftirsótt. Auk þess er dansinn að koma sterkur inn og danstímarnir orðnir fjölsóttir," segir Sólrún. "Það má greina pínulítið afturhvarf til níunda áratugarins þegar Jane Fonda-leikfimin var vinsælust," segir Sólrún og í ár bjóða þau upp á tíma sem heitir Dirty Dancing og eru með æfingar og tónlist í anda þess tíma sem sú bíómynd var vinsæl. Iceland spa & fitness reynir að koma til móts við alla viðskiptavini sína og hefur námskeið sem heitir Í form eftir 50 sprottið úr því. "Við fundum fyrir því að eldri konurnar fundu sig ekki alveg í stelpunámskeiðunum hjá okkur og þær vilja jafnvel aðrar áherslur en þær yngri. Við bjóðum því þessa tíma og hafa þeir farið vel í þennan aldurshóp og þær gjörsamlega finna sig," segir Sólrún.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×