Menning

Mikil bílaeign Íslendinga

Á fundi Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 14. október síðastliðinn var á ný lögð fram skýrsla um Umhverfisvísa Reykjavíkur. Í nýrri úttekt um losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum í Reykjavík kemur fram að á milli áranna 1999 og 2002 hefur orðið aukning um 10%. Fólksbílaeign hefur einnig aukist mikið eða um 51% milli áranna 1995 og 2003 og er nú svo komið að árið 2003 voru 615 bílar á hverja 1.000 íbúa borgarinnar. Í skýrslunni kemur einnig fram að Reykvíkingar hafa undanfarin ár verið að kaupa kraftmeiri bíla og að meðaleyðsla aukist.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×