Innlent

Dæmdur fyrir rán og árás

Tvítugum maður var í gær dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og líkamsárás fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Það var í mars 2002 sem maðurinn, í félagi við aðra óþekkta manneskju, kom inn í söluturinn Vídeóspóluna í Reykjavík og ógnaði afgreiðslustúlku með því að bera hníf upp að hálsi hennar, ýta henni upp við vegg og niður á gólf þar sem hann hélt henni á meðan samverkamaður hans hrifsaði 57 þúsund krónur úr peningakassa. Auk skilorðsins var manninum einnig gert að greiða afgreiðslustúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×