Menning

Blazer S10 44

Tryllitæki vikunnar er frúarbíllinn Svaðilfari en hann er Blazer S10 44, árgerð 1985 og eigandi hans er Alma Ágústsdóttir, Akureyringur. Svaðilfari er gríðarlega vel útbúinn til langra ferða á hálendi og jöklum Íslands að vetrarlagi. Dekkin eru Dick Cepek Fun Country 44" negld og microskorin. Vélin er GM 6.2 Turbo Diesel sem gefur gríðarlegt afl og tog. Skiptingin er GM L80E og hásingarnar F: Dana 60. A:GM 14 bolta. Á bílnum eru ARB lásar að framan og aftan og úrhleypibúnaður sem virkar þannig að ökumaður getur hvort tveggja hleypt úr og pumpað í dekk á keyrslu. Einnig eru loftpúðar framan og aftan sem er stýrt innan úr bíl. Þrír olíutankar eru í jeppanum og tekur hann vel á fjórða hundrað lítra. Bíllinn er búinn Garmin 182c GPS staðsetningartæki, Dancall NMT síma og Yeasu VHF talstöð. Á honum eru vinnuljós beggja vegna og að aftan og Hella Xenon kastarar. Svaðilfari er smíðaður á þremur árum af Jeppasmiðjunni á Ljónstöðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×