Sport

Keith Vassell hittir fyrir Hildi

Keith Vassell, sem lék áður með KR og Hamri og er með íslenskan ríkisborgararétt, hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Jämtland Basket en Hildur Sigurðardóttir leikur einmitt með kvennaliði félagsins. Hildur og Keith þekkjast vel því undir stjórn Vassel urðu Hildur og félagar hennar í KR-liðinu Íslands- og bikarmeistarar vorið 2002. Keith tekur sæti Litháans Robertas Stankevicius sem var látinn fara frá liðinu. Svíarnir vonast eftir að Vassell, sem var með 19,6 stig og 9,5 fráköst með finnska liðinu Tarmo í fyrra, hjálpi upp á gengi liðsins en með liðinu spilar einnig Leon Brisport sem lék með Þór Þorlákshöfn í Intersportdeildinni í fyrra. Jämtland Basket hefur unnið 2 af fyrstu sex leikjum sínum og er sem stendur í 9. sæti í ellefu liða úrvalsdeild. Vassell mun spila sinn fyrsta leik í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×