Innlent

Dæmdur fyrir að rífa upp klósett

Maður á sextugsaldri var, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að rífa salernisskál upp úr gólfi hjá nágranna sínum. Salernisskálin eyðilagðist. Maðurinn varði sig sjálfur og krafðist sýknu. Fyrir dómi sagðist hann aðeins hafa komið inn í íbúð nágrannakonu sinnar til að aðstoða hana vegna bágrar heilsu hennar. Hjá lögreglu hafði maðurinn hins vegar játað að hafa farið til nágrannans þar sem hann tók klósettið upp úr gólfinu og lagði það á hliðina. Það sem hefði fyllt mælinn var að konan hefði ekki staðið við áður gefið loforð um að sturta ekki niður fyrr en búið væri að laga klósettrörið, eins og hún hefði lofað og því hefði saur og hland endað á salernisgólfinu hjá honum. Fyrir dómi bar hann því við að lögregluskýrslan væri ekki sannleikanum samkvæm þar sem hann hefði verið undir áhrifum sterkra lyfja vegna veikinda þegar hún var tekin.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×