Innlent

Sýknaður á grundvelli skófars

Hæstiréttur sýknaði í dag mann af ákæru fyrir að hafa stolið þrjú þúsund krónum í innbroti í verslun í Mjóddinni. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í sex mánaða fangelsi en hann er síbrotamaður. Á vettvangi fannst eitt skófar á flísum við afgreiðsluborð verslunarinnar. Var niðurstaða rannsóknar lögreglu sú að það væri ekki mögulegt að farið væri eftir annan skó en skó mannsins og forsvarsmenn verslunarinnar segjast hafa skúrað fyrir lokun. Maðurinn sagðist hafa verið á ferð í versluninni meðan hún var opin, en neitaði að hafa brotist inn. Hæstiréttur taldi ekki sannað að skófarið væri frá því að brotist væri inn í verslunina og var maðurinn því sýknaður.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×