Innlent

Varnarmálin ekki í höfn

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að viðræður Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra, við starfsbróðir sinn Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í gær hafi verið mikilvægar. Þar hafi verið staðfest að Bandaríkjamenn ætli að standa við skuldbindingar sínar. "Það þýðir að okkur verði tryggðar varnir sem meðal annars felast í því að hér verði áfram flugvélar." Halldór Ásgrímsson segir að málið sé ekki í höfn en það sé komið í farveg sem sé mikilvægt. Engin viðræðuáætlun hafi verið samþykkt en ákveðið að embættismenn hittist í janúar á næsta ári. "Það var rætt um loftvarnirnar á fundinum. Við lítum á það sem lykilatriði af okkar hálfu. Án loftvarna myndi varnarstöðin breytast í grundvallaratriðu og afskaplega lítið verða þar eftir."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×