Innlent

Ríkið greiði 2,5 milljóna bætur

MYND/Vísir
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið í dag til að greiða karlmanni á fimmtugsaldri 2,5 milljónir króna í bætur. Maðurinn var starfsmaður á Hótel Íslandi árið 1995 þegar hann lenti í miklum átökum við drukkinn gest. Í kjölfar atburðarins var maðurinn úrskurðaður 25% öryrki. Í kjölfar atburðarins var maðurinn úrskurðaður 25% öryrki. Tveimur árum eftir atburðinn sótti maðurinn um bætur úr ríkissjóði en var hafnað. Þá ákvörðun bótanefndar felldi dómurinn úr gildi. Maðurinn fór fram á bætur að upphæð 4,3 milljónir en bætur vegna líkamstjóns eru takmarkaðar við 2,5 milljón.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×