Viðskipti innlent

Latibær greiði í hlutabréfum

Latibær ehf. var í dag dæmdur til að greiða Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins hlutabréf í fyrirtækinu að nafnvirði rúmlega 300 þúsund krónur. Sjóðurinn byggði kröfu sína á 20 milljóna króna láni til Latabæjarverkefnisins en í lánssamningnum voru ákvæði um að sjóðurinn hefði heimild til að krefjast hlutafjár í stað endurgreiðslu lánsins. Dómurinn féllst á rök nýsköpunarsjóðs en miðað við gengi hlutabréfa í Latabæ hleypur raunvirði bréfanna sem fyrirtækið þarf að afhenda Nýsköpunarsjóðnum á tugmilljónum króna.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×