Innlent

Dæmdur fyrir tvær líkamsárásir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítugan mann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Í október sl. kýldi hann mann á Grettisgötu með þeim afleiðingum að hann kinnbeinsbrotnaði, bólgnaði undir auga og tennur gengu niður. Aðeins viku síðar sparkaði hann ítrekað í höfuð manns og líkama og stakk hann með skærum sem varð til þess að maðurinn hlaut stórt og djúpt sár í vinstri lófa og stungusár á vinstri upphandlegg, hruflaðist og bólgnaði á enni og í andliti. Þá var maðurinn einnig dæmdur til greiðslu 260 þúsund króna sektar og ökuleyfissviptingar í þrjú fyrir að keyra ítrekað undir áhrifum áfengis.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×