Sport

Aftur frestun vegna leka

Ekkert varð af leik Þórs og KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta sem átti að fara fram í gærkvöld vegna leka á þaki íþróttahallarinnar á Akureyri. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem að fresta þarf leik norðan heiða vegna leka í íþróttahúsi en í síðustu viku fóru leikmenn Keflavíkur í fýluferð til Egilsstaða þar sem leikurinn gat ekki farið fram vegna vatnlags á gólfi íþróttahússins.

Forráðamenn KKÍ náðu þó að láta KR-inga vita í tæka tíð í þetta sinn og fékk Herbert Arnarson, þjálfari KR, símtalið frá Birni Leósyni hjá KKÍ þegar hann var að leggja í stæðið á Reykjavíkurflugvelli. "Ég hélt náttúrlega að hann væri að grínast í fyrstu en svo var ekki. En það var enginn skaði skeður," sagði Herbert og hló. Ákveðið hefur verið að leikurinn fari fram annað kvöld kl. 19.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×