Innlent

Páll sveik öll loforð

Atli Eðvaldsson
Atli Eðvaldsson

Atli Eðvaldsson, þjálfari knattspyrnuliðs Þróttar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greinir frá sinni hlið mála í samskiptum við Pál Einarsson, fyrrverandi fyrirliða Þróttar. Yfirlýsingin er birt í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Páll og Atli gátu ekki starfað saman og lauk ágreiningi þeirra með því að Páll yfirgaf félagið.

Sú niðurstaða hefur lagst misvel í stuðningsmenn félagsins. Atli segir í yfirlýsingunni að síendurtekin agabrot Páls hafi orðið til þess að hann treysti sér ekki lengur til þess að vinna með honum. Atli segist hafa mátt þola harða og óvægna gagnrýni síðustu daga og því sjái hann sig knúinn til að leysa frá skjóðunni en hann heldur því fram að Páll hafi svikið öll loforð við sig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×