Innlent

Fljúgandi hálka víða um land

Fljúgandi hálka er víða um land eftir að rigna tók á svellbunka og hafa nokkur umferðaróhöpp þegar orðið en hvergi alvarleg slys. Bíll valt í gærkvöldi á þjóðveginum austan við Selfoss, annar fauk út af skammt frá Litlu kaffistofunni, flutningabíll rann þversum á þjóðveginum við Hvolsvöll og lokaði honum um tíma og bíll valt í Þrengslum án þess að nokkurn sakaði alvarlega. Lögregla og Vegagerðin vara vegfarendur við mikilli hálku, sérstaklega á fáförnum götum og vegum, og stórhættulegt færi getur verið á gangstéttum og jafnvel bílastæðum. Við þetta bætist að það má búast við hvassvirði víða suðvestanlands fram á daginn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×