Innlent

Hálka víðast hvar um landið

Hálka er suðvestanlands og éljagangur og snjóþekja á Vesturlandi. Þungfært er á Holtavörðuheiði og mjög slæmt veður. Á Norðurlandi er víða hálka og éljagangur. Hálka er víða á Vestfjörðum og snjóþekja og éljagangur á sunnanverðum Vestfjörðum. Flughált er víða á Austurlandi. Flughált er frá Reyðafirði til Breiðdalsvíkur, á Breiðdalsheiði, á Fagradal og milli Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar og á Fjarðarheiði. Öxi er ófær. Á Suðausturlandi er víða hálka eða hálkublettir.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×