Innlent

Margir fastir á Hellisheiði

Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út um hádegi í gær til að aðstoða bíla sem voru í vandræðum á Hellisheiði. Margir bílar lentu í vandræðum í gær vegna ófærðar. Þá voru björgunarsveitarmenn úr Hveragerði beðnir um aðstoð innanbæjar í Hveragerði við að koma skólabörnum til síns heima og aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við að komast leiðar sinnar. Hellisheiði var lokað í gær vegna ófærðar og þæfingsfærð var á Sandskeiði, í Þrengslum og víða á Suðurlandi. Þá var stórhríð á Kleifaheiði og vonskuveður á Steingrímsfjarðarheiði þar sem menn höfðu ekki undan með mokstur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×