ÍS vann 300. leik Hafdísar 28. febrúar 2005 00:01 Stúdínur unnu fimm stiga sigur á Njarðvík, 66-61, í 1. deild kvenna í kvöld en þetta var tímamótaleikur fyrir Hafdísi Helgadóttur sem lék sinn 300. leik í efstu deild í Kennaraháskólanum í kvöld. Með sigrinum á ÍS enn möguleika á 2. sæti deildarinnar. Angel Mason skoraði 14 stig fyrir ÍS, Signý Hermannsdóttir var með 13 stig og 14 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir skoraði 13 stig, gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum og Þórunn Bjarnadóttir skoraði 12 stig. Hjá Njarðvík var Vera Janjich með 28 stig og 10 fráköst og Jaime Woudstra skoraði 19 stig og tók 16 fráköst. Hafdís Helgadóttir er nýorðin fertug en hún lék sinn fyrsta leik í efstu deild 7. október 1985. Síðan þá hefur hún tekið þátt í öllum tuttugu Íslandsmótunum með ÍS, varð Íslandsmeistari með liðinu 1991 og bikarmeistari 1991 og 2003. Hafdís hefur skorað 2825 stig í þessum 300 leikjum en allir hafa þeir komið fyrir ÍS. Sigurleikurinn gegn Njarðvík var sá 169. sem Hafdís tekur þátt í með Stúdínum en ÍS hefur aðeins unnið 19 af þeim 61 leik, sem Haddý eins og hún er jafnan kölluð, hefur misst af frá því að hún lék sinn fyrsta leik í október 1985. Síðan þá hefur Hafdís samt eignast tvö börn og er meira að segja orðin amma. Körfubolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Sjá meira
Stúdínur unnu fimm stiga sigur á Njarðvík, 66-61, í 1. deild kvenna í kvöld en þetta var tímamótaleikur fyrir Hafdísi Helgadóttur sem lék sinn 300. leik í efstu deild í Kennaraháskólanum í kvöld. Með sigrinum á ÍS enn möguleika á 2. sæti deildarinnar. Angel Mason skoraði 14 stig fyrir ÍS, Signý Hermannsdóttir var með 13 stig og 14 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir skoraði 13 stig, gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum og Þórunn Bjarnadóttir skoraði 12 stig. Hjá Njarðvík var Vera Janjich með 28 stig og 10 fráköst og Jaime Woudstra skoraði 19 stig og tók 16 fráköst. Hafdís Helgadóttir er nýorðin fertug en hún lék sinn fyrsta leik í efstu deild 7. október 1985. Síðan þá hefur hún tekið þátt í öllum tuttugu Íslandsmótunum með ÍS, varð Íslandsmeistari með liðinu 1991 og bikarmeistari 1991 og 2003. Hafdís hefur skorað 2825 stig í þessum 300 leikjum en allir hafa þeir komið fyrir ÍS. Sigurleikurinn gegn Njarðvík var sá 169. sem Hafdís tekur þátt í með Stúdínum en ÍS hefur aðeins unnið 19 af þeim 61 leik, sem Haddý eins og hún er jafnan kölluð, hefur misst af frá því að hún lék sinn fyrsta leik í október 1985. Síðan þá hefur Hafdís samt eignast tvö börn og er meira að segja orðin amma.
Körfubolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Sjá meira