Sport

Ágúst ekki áfram með Gróttu/KR

Ágúst Jóhannsson, þjálfari karlaliðs Gróttu/KR í 1. deildinni í handbolta, mun ekki þjálfa liðið á næstu leiktíð. Þetta tilkynnti Ágúst forráðamönnum Gróttu/KR í byrjun síðustu viku og leikmönnum liðsins í lok vikunnar. Meira verður fjallað um málið í DV á morgun þar sem meðal annars verða raktar ástæður uppsagnarinnar. Ágúst hefur þjálfað lið Gróttu/KR í þrjú ár en þjálfaði áður kvennalið Vals og íslenska kvennalandsliðið. Þetta er þriðja ár Ágústs með lið Gróttu/KR en liðið gekk í gegnum miklar mannabreytingar fyrir yfirstandandi leiktíð og hefur ekki náð sér á strik. Grótta/KR er sem stendur í 3. sæti 1. deildar og á ágætis möguleika á sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×