Sport

Gattuso leiðréttir sig

Gennaro Gattuso, miðjumaðurinn sterki hjá AC Milan á Ítalíu, hefur sagt að rangt hafi verið haft eftir honum að hann vildi fara til Manchester United. "Ég sagði aldrei að ég vildi fara til Manchester United.  Ég hef játað því að ég myndi vilja spila á Englandi eftir að ég hætti hjá Milan, en eins og staðan er í dag, færi ég ekki frá þeim þó þeir spörkuðu mér út", sagði miðjumaðurinn og vildi meina að blaðamenn hefðu mistúlkað orð sín í viðtölum sem tekin voru við hann á dögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×