Sport

Augenthaler framlengir

Klaus Augenthaler hefur framlengt samning sinn við Bayer Leverkusen, en núverandi samningur hans gilti aðeins út þetta tímabil og hafði það ákvæði í sér að hann yrði aðeins framlengdur ef Leverkusen kæmist í Meistaradeild Evrópu að ári, en það er hvergi nærri öruggt þar sem liðið situr í sjöunda sæti í þýsku Bundesligunni. Augenthaler, sem er fyrrum varnarmaður þýska landsliðsins, hefur stjórnað Leverkusen síðan í maí 2003 er hann var ráðinn til að bjarga liðinu frá falli er tveir leikir voru eftir í deildinni og tókst það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×