Innlent

Tekjur hækka um 1,5 milljarð

Tekjur sveitarfélaga hækka um einn og hálfan milljarð króna á ári samkvæmt samkomulagi tekjustofnanefndar. Tímabundin áhrif á árunum 2006 til 2008 eru um níu og hálfur milljarður segir félagsmálaráðherra. Samkomulagið yrði nánar útfært í yfirlýsingu í lok apríl en þá ætti endurskoðun á samstarfssáttmála ríkis og sveitarfélaga að vera lokið. Ekki er eingöngu um fé úr ríkissjóði að ræða heldur að hluta til tilfærslu á milli verkefna og úr sjóðum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×