Sport

Okafor nýliði ársins

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr NBA deildinni, hefur framherjinn Emeka Okafor verið valinn nýliði ársins í deildinni, eftir harða keppni við besta vin sinn Ben Gordon hjá Chicago Bulls. Okafor hefur verið mjög stöðugur í vetur með nýliðum Charlotte Bobcats, sem öllum að óvörum unnu 18 leiki á sínu fyrsta tímabili, eftir að hafa verið spáð hræðilegu gengi í haust. Okafor skoraði 15 stig að meðaltali í deildinni í vetur og hirti tæp 11 fráköst. Ben Gordon hjá Chicago er sagður hafa hafnað í öðru sæti í kjörinu, en hann var einmitt með Okafor í liði í háskóla. Gordon var útnefndur besti sjötti maðurinn í deildinni í ár, svo að hann fer ekki tómhentur frá fyrsta tímabili sínu í deildinni. "Þetta er mikill heiður fyrir hann og hann er vel að titlinum kominn," sagði Gordon þegar hann heyrði fréttirnar af vali félaga síns.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×