Sport

Suns-Spurs í beinni á Sýn í nótt

NordicPhotos/GettyImages
Körfuboltaveislan heldur áfram á sjónvarpsstöðinni Sýn í nótt, þegar annar leikur Phoenix Suns og San Antonio Spurs í úrslitum vesturdeildar verður í beinni útsendingu klukkan eitt eftir miðnætti. Fyrsti leikur liðanna var frábær skemmtun og mikið var skorað, svo áhorfendur Sýnar eiga gott kvöld í vændum. Lið San Antonio kom öllum á óvart í fyrsta leik liðanna þegar þeir sýndu á sér sparihliðarnar í sóknarleiknum og sigruðu í Phoenix. Leikurinn var hraður og bauð upp á mikil tilþrif, svo gera má ráð fyrir frábærum leik í nótt. Nokkrir af allra bestu leikmönnum deildarinnar leika í þessum liðum og kunna að skemmta áhorfendum sínum, svo við hér á Vísi viljum hvetja alla sem hafa áhuga á íþróttum að hella upp á sterkt kaffi, panta stóra pizzu og fylgjast með leiknum í kvöld.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×