Sport

Heiðar Davíð úr leik á opna breska

Heiðar Davíð Bragason kylfingur úr GKJ féll úr leik í 64 manna úrslitum á Opna Breska áhugamannamótinu í golfi í dag. Heiðar féll út í holukeppninni sam leikin er með útsláttarfyrirkomulagi. Heiðar Davíð mætti Skotanum Jonathan King sem hafnaði í 81. sæti í niðurskurðinum en Heiðar náði 4. sæti svo úrslitin koma talsvert á óvart. Heiðar lék mjög vel í holukeppninni en tapaði 3/2. Leikið er á Royal Birkdale-vellinum sem er skammt frá Liverpool. Heiðar Davíð náði í 16 manna úrslit í fyrra og árangur hans í ár að komast inn í holukeppnina tryggir honum rétt til að leika á mótinu á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×