Sport

Golflandslið valið

Evrópumót áhugamannalandsliða í golfi fer fram á Hillside golfvellinum í Englandi dagana 28. júní til 2. júlí næstkomandi. Staffan Johansson landsliðsþjálfari hefur valið íslenska liðið sem mun keppa á mótinu. Heiðar Davíð Bragason GKJ Örn Ævar Hjartarson GS Ottó Sigurðsson GKG Sigmundur Einar Másson GKG Stefán Már Stefánsson GR og Magnús Lárusson GKJ. Fararstjóri verður Ragnar Ólafsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×