Sport

Ísland-Írland

Íslenska karlalandsliðið í golfi er núna að spila við Íra í keppni um  til sextánda sætið á Evrópumóti áhugamanna í golfi. Þegar níu holur voru búnar af fjórmenningnum áttu þeir Örn Ævar Hjartarson og Stefán Már Stefánsson eina holu á Írana Michael McGeady og Jim Carvill. Heiðar Davíð Bragason átti eina holu á Brian McElhinny eftir níu holur. Sigmundur Einar Másson og Magnús Lárusson stóðu höllum fæti í sínum leikjum, eftir níu holur var Magnús að tapa með fimm holum og Sigmundur með þremur. Íslendingar urðu í fimmtánda sæti ásamt Norðmönnum í höggleik á samtals 41 höggi yfir pari. Heiðar Davíð Bragason spilaði best íslensku kyflinganna 2 fyrstu dagana, lék í gær á 69 höggum eða þremur undir pari. Sigmundur Einar Másson lék á pari, Magnús Már Lárusson á einu yfir pari, Örn Ævar Hjartarson á sjö yfir pari og Otto Sigurðsson á 11 yfir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×