Sport

Stefnir í æsispennandi lokahring

Það stefnir í æsispennandi lokahring á Opna Chialis Western mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Ben Curtis eru efstir og jafnir á tólf höggum undir pari eftir 54 holur. Curtis, sigurvegari á Opna breska mótinu árið 2003, lék á 66 höggum í gær og Furyk lék á 67 en hann hrósaði sigri á bandaríska meistaramótinu sama ár. Kapparnir hafa ekki unnið síðan þá. Landi þeirra Tim Herron er í öðru sæti, þremur höggum á eftir. Herron hefur ekki unnið í sex ár. Tiger Woods og Shaun Micheel eru fimm höggum á eftir forystusauðunum á sjö undir pari en Tiger lék á 67 höggum í gær. Fídjieyingurinn Vijay Singh kom sér í baráttu efstu manna, lék á 65 höggum og er samtals sex undir pari eins og Chris Couch sem óvænt var með forystuna eftir tvo fyrstu keppnisdagana. Sýnt verður beint frá lokadegi mótsins á Sýn og hefst útsending klukkan 19.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×