Sport

Wie sjö höggum frá efsta manni

Michelle Wie fimmtán ára táningsstúlkan frá Bandaríkjunum keppir a á John Deere mótinu en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Wie  fékk boð frá styrktaraðilum mótsins og virðist hafa gríðarlega stóran aðdáendahóp. Um fimm þúsund manns voru mættir á 18 holu þegar Wie púttaði sitt lokapútt á fyrsta degi mótsins. Wie er sem stendur í 73 sæti einu undir. En til að komast í gegnum niðurskurðinn þarf Wie að vera á tveimur undir pari. Wie er fyrir ofan Jeff Magart og David Duval svo einhverjir séu nefndir og hún er einungis sjö höggum frá efsta manni sem er Hunter Mahan frá Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×