Sport

Michelle Wie ekki í gegn

Táningsstúlkan stórefnilega Michelle Wie komst ekki í gegnum niðurskurðinn á John Deere mótinu í Bandarísku karlamótaröðinni í golfi. Hún lék í gær á 71 einu höggi á pari vallarsins og var samtals á einu höggi undir pari eftir 36 holur en hana vantaði tvö högg til að komast áfram. Það leit lengi vel út að hún yrði fyrsta konan í 60 ár að komast í gegnum niðurskurðinn en hún tapaði þremur höggum á lokaholunum. Bandaríkjamaðurinn J.L.Lewis er efstur á 13 undir pari. Hunter Mahan og Japaninn Shigeki Maruyama eru jafnir í öðru sæti tveimur höggum á eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×