Þjóðhetja fellur frá 3. september 2005 00:01 Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, áttatíu og tveggja ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum, bæði til sjós og lands. Það er óhætt að segja að Guðmundur Kjærnested hafi verið þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta, en hann tók þátt í þeim öllum. Sérstaklega þótti hann harður í horn að taka í stríðunum 1972 og 1975 þegar landhelgin var færð út í 50 og 200 mílur, en þá var hann orðinn skipherra. Það var til dæmis Guðmundur sem fyrst beitti togvíra klippunum góðu. Það var í 50 mílna stríðinu árið 1972 þegar hann klippti trollið aftan úr breskum togara norðaustur af Hornbanka. Guðmundur var þá skipherra á Ægi. Þetta var mikilvægur atburður í deilunni við Breta því þarna sannaði Landhelgisgæslan að hún væri fullfær um að framfylgja íslenskum lögum og verja landhelgina. Þá þótti Guðmundur sýna fádæma harðfylgi í síðasta þorskastríðinu þegar freigátan Falmouth sigldi á varðskipið Tý á fullri ferð og var næstum búin að sökkva því. Öll skrúfublöðin hreinsuðust af bakborðsskrúfunni þannig að bakborðsvélin var óvirk. Þannig ástatt og með skipið stórlaskað fyrir utan þetta setti Guðmundur á fulla ferð og klippti aftan úr næsta togara. Bretar ætluðu ekki að trúa því að nokkur maður gæti verið svona harður af sér. Guðmundur Kjærnested fór fyrst á sjóinn árið 1940, þá sautján ára gamall. Hann fór sem háseti á togaranum Belagaum, frá Reykjavík. Hann réðst til Landhelgisgæslunnar árið 1943 og starfaði hjá henni samfellt í fjörutíu ár, þar til hann lét af störfum árið 1983. Guðmundur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir samtök sjómanna og var meðal annars forseti Farmanna- og Fiskimannasambands Íslands. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Margrét Anna Símonardóttir Kjærnested og eignuðust þau fjögur börn. Fréttir Innlent Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, áttatíu og tveggja ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum, bæði til sjós og lands. Það er óhætt að segja að Guðmundur Kjærnested hafi verið þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta, en hann tók þátt í þeim öllum. Sérstaklega þótti hann harður í horn að taka í stríðunum 1972 og 1975 þegar landhelgin var færð út í 50 og 200 mílur, en þá var hann orðinn skipherra. Það var til dæmis Guðmundur sem fyrst beitti togvíra klippunum góðu. Það var í 50 mílna stríðinu árið 1972 þegar hann klippti trollið aftan úr breskum togara norðaustur af Hornbanka. Guðmundur var þá skipherra á Ægi. Þetta var mikilvægur atburður í deilunni við Breta því þarna sannaði Landhelgisgæslan að hún væri fullfær um að framfylgja íslenskum lögum og verja landhelgina. Þá þótti Guðmundur sýna fádæma harðfylgi í síðasta þorskastríðinu þegar freigátan Falmouth sigldi á varðskipið Tý á fullri ferð og var næstum búin að sökkva því. Öll skrúfublöðin hreinsuðust af bakborðsskrúfunni þannig að bakborðsvélin var óvirk. Þannig ástatt og með skipið stórlaskað fyrir utan þetta setti Guðmundur á fulla ferð og klippti aftan úr næsta togara. Bretar ætluðu ekki að trúa því að nokkur maður gæti verið svona harður af sér. Guðmundur Kjærnested fór fyrst á sjóinn árið 1940, þá sautján ára gamall. Hann fór sem háseti á togaranum Belagaum, frá Reykjavík. Hann réðst til Landhelgisgæslunnar árið 1943 og starfaði hjá henni samfellt í fjörutíu ár, þar til hann lét af störfum árið 1983. Guðmundur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir samtök sjómanna og var meðal annars forseti Farmanna- og Fiskimannasambands Íslands. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Margrét Anna Símonardóttir Kjærnested og eignuðust þau fjögur börn.
Fréttir Innlent Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira