Sport

Haukar úr leik í Evrópu

Jón Karl var markahæstur Haukanna í dag með 7 mörk, þar af fimm úr vítum. - MYND/Hari
Jón Karl var markahæstur Haukanna í dag með 7 mörk, þar af fimm úr vítum. - MYND/Hari

Haukar eru úr leik í Evrópukeppninni í handbolta í ár. Þeim mistókst að ná þriðja sæti síns riðils þegar þeir töpuðu fyrir ítalska liðinu Torggler Meran, 31-27 í Ítalíu í Meistaradeildinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 17-12 fyrir ítalska liðið.

Haukar áttu fyrir leikinn aðeins möguleika á að tryggja sér farseðilinn í EHF keppnina fyrir leikinn en þriðja sætið gefur sæti í þeirri keppni. Litlu mátti þó muna því eftir að hafa verið undir nær allan leikinn náðu Haukar að jafna, 23-23 þegar 12 mínútur voru til leiksloka en náðu ekki að fylgja því eftir.

Jón Karl Björnsson var markahæstur Haukanna í kvöld með 7 mörk og Árni Þór Sigtryggsson og Freyr Bjarnason komu næstir með 5 mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×