Sport

Sex marka tap gegn Ítölum

Hanna Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk
Hanna Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk Mynd/Vilhelm
Íslenska kvennalandsliðið tapaði 25-19 fyrir því ítalska í undankeppni EM í kvöld. Staðan var 14-11 í hálfleik fyrir ítalska liðið, sem hafði yfir allan leikinn. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst íslensku stúlknanna með 6 mörk, en Berglind Hansdóttir fór á kostum í markinu og varði 25 skot. Íslenska liðið mætir Belgum á morgun klukkan 16.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×