Tónlist

Richard í tónleikaferð

Söngvarinn heimsfrægi kemur til Íslands í mars.
Söngvarinn heimsfrægi kemur til Íslands í mars.

Sir Cliff Richard hefur tónleikaferð sína, sem endar á Íslandi í mars, á laugardag í London. Mun hann spila fimm kvöld í röð á Wembley Arena.

Eftir áramót fer hann til Miðaustur- og Suðaustur-Asíu þar sem hann mun syngja á stöðum eins og Dubai, Taílandi og Srí Lanka.

Svo kíkir hann stutt við í SuðurAfríku áður en hann heldur til Evrópu, þar sem hann verður aðeins með tíu tónleika. Endar hann þessa tónleikaferð hér á Íslandi og að sögn tónleikahaldara hefur hann beðið um að fá sem mestar upplýsingar um land og þjóð með það að markmiði að dvelja hér eitthvað eftir tónleikaferðina.

Um næstu helgi kemur svo út dúettaplata með Richard en hún er kölluð Two"s a Company.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×