Tónlist

Vill Coxon aftur í Blur

Breska hljómsveitin Blur sló í gegn fyrir rúmum áratug.
Breska hljómsveitin Blur sló í gegn fyrir rúmum áratug.

Alex James, bassaleikari Blur, segir að fyrrverandi gítarleikari sveitarinnar, Graham Coxon, sé velkominn aftur í sveitina.

Coxon hætti fyrir þremur árum til að einbeita sér að sólóferli sínum.

Núna eru taldar líkur á að upphaflegir liðsmenn Blur muni koma saman til að taka upp nýja plötu. „Vonandi getur Blur hætt störfum sem hamingjusamt fjögurra manna band,“ sagði James. „Það væri synd ef það yrði ekki að veruleika. Ég held að við viljum allir gera nýja plötu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×