Sport

Belgíukappaksturinn úr sögunni

Aðdáendur Formúlu 1 eiga eftir að sakna Spa-brautarinnar í Belgíu
Aðdáendur Formúlu 1 eiga eftir að sakna Spa-brautarinnar í Belgíu NordicPhotos/GettyImages

Belgíukappaksturinn í Formúlu 1 er úr sögunni ef marka má fréttir frá Belgíu, eftir að Bernie Ecclestone og hans mönnum mistókst að bjarga rekstri Spa-brautarinnar eins og til stóð. Mótshaldararnir í Belgíu urðu gjaldþrota á dögunum, en talið var víst að Formúlumógúllinn Ecclestone gengi í málið og bjargaði keppninni.

Belgíukappaksturinn átti að fara fram þann 17. september í haust, en nú er ljóst að keppnum ársins mun fækka úr 19 í 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×