Sport

Honda er með bestu ökumennina í Formúlu 1

Rubens Barrichello og Jenson Button verða í eldlínunni hjá Honda á næsta keppnistímabili, en miklar vonir eru bundnar við þá félaga
Rubens Barrichello og Jenson Button verða í eldlínunni hjá Honda á næsta keppnistímabili, en miklar vonir eru bundnar við þá félaga NordicPhotos/GettyImages

Nick Fry, stjóri Honda-liðsins í Formúlu 1, er ekki í vafa um að ökumenn liðsins muni skila liðinu fyrsta sigrinum í sjö ár á næsta tímabili. Sem kunnugt er hét lið Honda áður BAR, en Honda er nú með í Formúlu 1 í fyrsta sinn síðan 1968.

"Við erum með bestu ökumenn í sögu liðsins innan okkar vébanda og þeir eru að mínu mati besta teymi ökumanna í Formúlu 1. Það er alveg hægt að finna einn og einn góðan ökumann í Formúlu 1, en ég held að ökumennirnir þrír hjá okkur séu heilt yfir þeir bestu í dag," sagði Fry, en þriðji ökumaðurinn sem um ræðir er tilraunaökumaðurinn Anthony Davidson frá Bretlandi.

"Rubens Barrichello hefur reynsluna sem til þarf og ég held að hann muni reynast liði okkar mikill fengur. Hann vinnur mjög vel með þeim Jenson Button og Anthony Davidson og reynsla hans, öryggi og þroski sem ökumaður á eftir að reynast ungu mönnunum vel í átökunum á næsta tímabili."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×