Sport

Williams ætlar á topp þrjú

Lið Williams ætlar sér stóra hluti á næsta keppnistímabili
Lið Williams ætlar sér stóra hluti á næsta keppnistímabili NordicPhotos/GettyImages

Frank Williams hefur gefið það út að lið hans, sem nú ekur með Cosworth-vélar í stað BMW, eigi að geta náð á topp þrjú í keppni bifreiðasmiða á komandi tímabili í Formúlu 1.

"Auðvitað vil ég vinna hverja keppni, en þó metnaður sé til að gera vel í herbúðum liðsins held ég að það væri góður árangur að enda á topp þrjú á næsta tímabili," sagði Williams og bætti við að þó vissulega hefði verið þungt að missa samstarfið við BMW, sé hann bjartsýnn á samstarfið við Cosworth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×