Sport

Alonso verður einbeittur

Fernando Alonso hefur titilvörnina um helgina í Barein
Fernando Alonso hefur titilvörnina um helgina í Barein NordicPhotos/GettyImages

Pat Symonds, yfirhönnuður hjá meisturum Renault í Formúlu 1, segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Fernando Alonso á keppnistímabilinu að hann hafi þegar samþykkt að ganga til liðs við McLaren árið 2007.

"Ég á ekki von á því að Alonso missi einbeitingu ef við verðum í slagnum um meistaratitilinn, það væri kannski frekar ef við lendum í erfiðleikum - en við ætlum svo sannarlega ekkert að koma okkur í þá aðstoðu," sagði Symonds og bætti við að líklega yrði einhver annar en Alonso fenginn til að prófa bíla liðsins fyrir hönnuðina seinna á tímabilinu, því liðið vildi augljóslega ekki að Alonso færi með fulla vasa af upplýsingum yfir til McLaren eftir tímabilið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×