Sport

Raikkönen vongóður þrátt fyrir áföllin

Kimi Raikkönen og hans menn byrja ekki vel í ár
Kimi Raikkönen og hans menn byrja ekki vel í ár NordicPhotos/GettyImages

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen er staðráðinn í að láta ekki áföllin í byrjun tímabils hafa áhrif á sig, en eftir að lið hans McLaren lenti í vélarbilunum í gær, þarf hann að byrja síðastur á ráslínu í Barein á morgun eftir að hafa lent í óhappi í fyrsta hring í tímatökunum í dag.

"Það er auðvitað skelfilegt að lenda í svona óhöppum og ná ekki einu sinni að aka einn hring í tímatökunum, en ég hugga mig við að það er gott að taka framúr á þessari braut. Ég hef gert það áður og verð því að vona það besta á morgun," sagði hinn hægláti Finni eftir keppni dagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×