Sport

McLaren vill halda í Raikkönen

Kimi Raikkönen
Kimi Raikkönen NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn McLaren í Formúlu eitt vilja ólmir ná að halda í finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen lengur en út þetta keppnistímabil, en orðrómur er uppi um að hann hafi undirritað samkomulag um að ganga til liðs við Ferrari á næsta ári. Liðsmenn McLaren vilja heldur ólmir sjá þá Raikkönen og Fernando Alonso vera ökuþóra liðsins um ókomin ár, en Alonso gengur til liðs við McLaren á næsta ári.

"Það er ljóst að við verðum með einn heimsmeistara á okkar snærum á næsta ári og það væri auðvitað draumur að geta haldið Raikkonen hérna lengur. Það er þó ekkert öruggt í þessum heimi og Kimi og hans menn munu líklega gera það sem þeim þykir vera fyrir bestu," sagði Martin Whitmarsh, stjóri McLaren-liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×