Sport

Haukar elta Fram eins og skugginn

Haukar unnu góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Þar með narta þeir enn í hælana á Safamýrarpiltunum í Fram sem hafa 36 stig á toppi deildarinnar en Hafnfirðingarnir koma næstir, stigi á eftir.

Jón Karl Björnsson var markahæstur í lði Hauka, þar af fimm af vítalínunni en Tryggvi Haraldsson var markahæstur ÍR-inga með tíu mörk, eitt þeirra úr vítakasti.

Þá sigraði HK lið Víkings/Fjölnis með 32 mörkum gegn 27 á útivelli en Elías Már Halldórsson skoraði 9 mörk fyrir HK og Remigijus Cepulis 5. Björn Guðmundsson var atkvæðamestur í liði Víkings/Fjölnis með 12 mörk, en það dugði þó skammt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×