Sport

Fylkir valtaði yfir Þór

Fylkir var ekki í vandræðum með Þór á heimavelli sínum í kvöld og vann 13 marka sigur
Fylkir var ekki í vandræðum með Þór á heimavelli sínum í kvöld og vann 13 marka sigur Mynd/E.Ól
Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir valtaði yfir Þór á heimavelli sínum í Árbænum 39-26, eftir að hafa verið yfir 19-11 í hálfleik. Arnar Sæþórsson og Agnar Agnarsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir Árbæinga, en Arnór Gunnarsson var markahæstur í liði norðanmanna með 9 mörk. Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig en Þór í því tólfta með aðeins 13 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×